Frelsi í gjaldeyrismálum
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna þessara orða hv. 1. þm. Suðurl. vill forseti taka fram að langt er í frá að forseti hafi ætlað sér að óvirða hv. þm. Hins vegar liggur það ljóst fyrir að hv. 1. þm. Reykv. beindi fyrirspurn til hæstv. viðskrh. sem hefur þegar talað tvisvar í þessari umræðu. Það er því háð leyfi forseta að hann fái að svara frekari fyrirspurnum hér.
    Forseti hefur fengið gagnrýni í vetur fyrir að vera of rýmilegur um hvers kyns undanþágur frá þingskapalögum. Forseti hefur því reynt að taka sig á og fara öllu nákvæmar að þingskapalögum. En það er erfitt mörgum herrum að þjóna og nú sætir forseti gagnrýni hv. þm. fyrir að fara að þingskapalögum.