Frelsi í gjaldeyrismálum
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Flm. (Þorsteinn Pálsson):
    Frú forseti. Vegna ummæla hæstv. forsrh. vildi ég aðeins taka það fram að það er eitt meginmarkmiðið með því að gera þær breytingar sem hér er verið að leggja til að stuðla að auknum stöðugleika því það er einmitt með því að gera þessar breytingar sem við stuðlum að auknum stöðugleika í íslensku efnahagslífi. En við stefnum að óstöðugleika, við stefnum í það horf að auka hættuna á óstöðugleika ef við gerum það ekki. Það er staðreynd þessa máls og það er þess vegna sem það er flutt fram af þessum krafti af hálfu sjálfstæðismanna.