Stóriðjuver á landsbyggðinni
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Stefán Valgeirsson:
    Virðulegi forseti. Ég vil segja það eitt að það mun reyna á það. Það er komin af stað veruleg hreyfing norður í Eyjafirði, eins og ég var búinn að skýra hæstv. iðnrh. frá fyrir löngu en hann trúði því ekki, á móti álveri. Ég hygg að bændur á stóru svæði þar, um eða yfir 90%, standi algerlega á móti því. Það hefði verið réttara að beina þessari spurningu að forsrh. en ég vil ekki hafa þessi orð fleiri nú. Það reynir á það.