Málefni aldraðra
Föstudaginn 27. apríl 1990


     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Hér er til meðferðar tillaga um að vísa þessu máli til ríkisstjórnarinnar sem hefur þegar sýnt að hún er ekki fær um að taka á málinu með þeim hætti sem rétt er. Hér er um að ræða mál sem snýst um það að afnema nefskatt sem á var komið illu heilli af núv. hæstv. ríkisstjórn. Frv. gengur út á það að afnema skattinn en tryggja Framkvæmdasjóði aldraðra fé með öðrum hætti í gegnum staðgreiðsluféð. Þess vegna er rangt að vísa þessu máli til ríkisstjórnarinnar og rétt að samþykkja frv. Ég segi þess vegna nei við frávísunartillögunni.