Frumvarp um fjárgreiðslur úr ríkissjóði
Föstudaginn 27. apríl 1990


     Forseti (Geir H. Haarde):
    Forseti vill enn beina því til þingdeildarmanna að nauðsyn rekur til þess að ganga til dagskrár sjálfs fundarins og þeirra mála sem þar liggja fyrir. Auk þess vill hann vinsamlega beina því til þeirra sem hér tala um þingsköp að þeir tali um þingsköpin eingöngu, en ekki efnislega um einstök mál. Það eru enn tveir hv. þingdeildarmenn á mælendaskrá. Forseti væntir þess að þegar þeir hafa lokið máli sínu verði unnt að ganga til dagskrár á nýjan leik.