Skipan prestakalla
Laugardaginn 28. apríl 1990


     Salome Þorkelsdóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Það stóð þannig á að þegar þetta mál var tekið á dagskrá var ég ekki stödd hér í þingsalnum og vissi því ekki að umræðu væri lokið en ég hafði ætlað mér að segja nokkur orð. Ég mun sleppa því, en ég vildi aðeins fá tækifæri til að láta þess getið að við höfðum ekki komist að endanlegri niðurstöðu um ákveðið atriði í þessu frv. og munum því láta það ganga fram nú við 2. umr. en taka okkur frest til þess að skoða málið á milli 2. og 3. umr.