Frumvarp um yfirstjórn umhverfismála
Laugardaginn 28. apríl 1990


     Páll Pétursson :
    Það er, herra forseti, skarð fyrir skildi hér í deildinni að hæstv. umhverfisráðherra skuli vera fjarstaddur. Ég reikna með að hann sé kominn upp í fjöll og hafi þar lögmæt forföll eins og hæstv. fjmrh. Ég get hins vegar upplýst að ræða sú sem hæstv. forsrh. ætlar sér að flytja, og fær vonandi leyfi hjá forseta til að gera, verður vélrituð. Ég skal beita mér fyrir því að umhverfisráðherra lesi hana vandlega áður en umræðunni verður haldið fram, væntanlega á mánudag.