Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Ég vil upplýsa þá hv. þm. sem hafa komið í salinn eftir að þessi umræða hófst að þegar ég lýsti umræðu lokinni þá var enginn á mælendaskrá og hv. 4. þm. Vestf. hafði lokið ræðu sinni. Nú vill forseti koma til móts við óskir þingmannsins og taka þau orð sín aftur að umræðu sé lokið þó það sé allóvenjulegt. Ég hef skilið það svo að hv. þm. vilji neyta réttar síns til að tala tvisvar í málinu og hafi þar með beðið um orðið ef umræða verður opnuð að nýju. En ég verð að játa það að þetta hefur ekki fyrr komið fyrir mig sem forseta þessa þings og kannski skortir nokkuð á að ég kunni að bregðast við slíku tilviki. Vill hv. 4. þm. Vestf. tala um þingsköp? ( ÞK: Já.) Þá tekur hv. 4. þm. Vestf. til máls.