Gjald af erlendum lánum vegna skipasmíða
Mánudaginn 30. apríl 1990


     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson):
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 897 um frv. til laga um endurgreiðslu á gjaldi af erlendum lánum vegna skipasmíða hér á landi. Álit þetta er frá meiri hl. fjh.- og viðskn.
    Það frv. sem hér um ræðir flutti hv. 2. þm. Norðurl. e. Halldór Blöndal á sínum tíma. Meiri hl. nefndarinnar komst að samkomulagi sem kemur fram í eftirfarandi nál.:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. Umsagnir bárust frá Landssambandi iðnaðarmanna, Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja og Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri, auk þess sem upplýsingar um málið bárust frá Sambandi málm- og skipasmiðja.
    Ríkisstjórnin hefur þessi mál nú til sérstakrar skoðunar. Af þeirri ástæðu leggur meiri hl. nefndarinnar til að frv. verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Guðrún Agnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.``
    Undir þetta meirihlutaálit rita Guðmundur Ágústsson, Jóhann Einvarðsson, Skúli Alexandersson og Eiður Guðnason.