Stjórn fiskveiða
Miðvikudaginn 02. maí 1990


     Guðmundur Ágústsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég tel rétt að ég standi hér upp. Ég vil taka undir það sem hæstv. forsrh. sagði að enn þá er stefnt að þinglausnum á laugardaginn næsta. Hins vegar hefur ekki enn náðst samkomulag um eitt ákveðið mál. En við, eins og allir aðrir hér í þinginu, vonumst að sjálfsögðu eftir því að samkomulag náist fyrir laugardag þannig að við þurfum ekki að örvænta um það. ( GHG: En náist ekki samkomulag? Hverjir gera samkomulag um hvað?) Það eru formenn þingflokka. ( GHG: Já, um hvað?) Um framgang mála hér á þinginu. ( HBl: Það er forsrh. sem ræður því hvenær þingið hættir.)
    Þetta vildi ég segja, að staða mála er þannig að það hefur verið reynt að ná samkomulagi með forsetum og þingflokksformönnum og staðan er sú að enn þá er stefnt að því að klára þingið hér á laugardag. Það vildi ég að fram kæmi hér og staðfesti það.