Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Umræðurnar fara þannig fram að hver þingflokkur fær 30 mínútur til umráða sem skiptast í tvær umferðir, 15--20 mínútur í fyrri og 10--15 mínútur í þeirri seinni. Röð flokkanna verður í báðum umferðum: Sjálfstfl., Framsfl., Kvennalisti, Alþfl., Frjálslyndi hægri flokkurinn, Alþb., Borgfl. Stefán Valgeirsson, 6. þm. Norðurl. e., talar síðastur í fyrri umferð og hefur 15 mínútur til umráða.
    Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir Sjálfstfl. Þorsteinn Pálsson, 1. þm. Suðurl., í fyrri umferð og Geir H. Haarde, 17. þm. Reykv., og Matthías Á. Mathiesen, 1. þm. Reykn., í þeirri síðari. Af hálfu Framsfl. talar Steingrímur Hermannsson forsrh. og Guðni Ágústsson, 5. þm. Suðurl., í fyrri umferð, en Halldór Ásgrímsson sjútvrh. í þeirri seinni. Fyrir Kvennalistann talar Þórhildur Þorleifsdóttir, 18. þm. Reykv., og Danfríður Skarphéðinsdóttir, 6. þm. Vesturl., í fyrri umferð en Málmfríður Sigurðardóttir í síðari. Ræðumenn Alþfl. verða í fyrri umferð Jón Baldvin Hannibalsson utanrrh. og Jóhanna Sigurðardóttir félmrh. og Jón Sigurðsson viðskrh. í þeirri seinni.
    Af hálfu Frjálslynda hægriflokksins talar Ingi Björn Albertsson, 5. þm. Vesturl., í fyrri umferð en Hreggviður Jónsson, 11. þm. Reykn., í þeirri síðari. Fyrir Alþb. tala í fyrri umferð Steingrímur J. Sigfússon landbrh. og Svavar Gestsson menntmrh. en í þeirri seinni Ólafur Ragnar Grímsson fjmrh. Ræðumenn Borgfl. verða Júlíus Sólnes umhvrh., Guðmundur Ágústsson, 5. þm. Reykv., og Ásgeir Hannes Eiríksson, 16. þm. Reykv., í fyrri umferð en Óli Þ. Guðbjartsson dómsmrh. í þeirri síðari.
    Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls hv. 1. þm. Suðurl. Þorsteinn Pálsson og talar af hálfu Sjálfstfl.