Grunnskóli
Föstudaginn 04. maí 1990


     Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegur forseti. Eins og fram kom í nál. var fulltrúi Kvennalistans í hv. menntmn. ekki viðstaddur þennan fund. Ég vil bara láta það koma fram hér að við styðjum að sjálfsögðu frv. Við höfum flutt margar tillögur í anda þess sem hér er verið að leggja til á þingi. Vil ég minna á frv. sem við fluttum á síðustu tveimur þingum hér í hv. Ed., um samfelldan skóladag grunnskólabarna. Hér er verið að taka eitt skref í þá áttina. Það er reyndar lítið skref svona í byrjun en það er þess virði að styðja það og munum við því gera það við atkvæðagreiðslu um málið. Það ber auðvitað að fagna hverjum áfanga sem næst þó ekki séu þeir allir stórir.