Landsvirkjun
Föstudaginn 04. maí 1990


     Sveinn G. Hálfdánarson:
    Herra forseti. Ég hefði fremur kosið að frv. um breytingar á lögum um Landsvirkjun hefði verið afgreitt hér á þessu þingi en ég skil þá stöðu sem þingið er í nú og lýsi mig samþykkan því að vísa frv. til ríkisstjórnarinnar. Ég tek undir það sem hér hefur fram komið að við eigum að nýta okkur þá stöðu sem fram undan er varðandi samninga við Landsvirkjun og teljum þessi mál ekki komin í viðunandi horf fyrr en búið er að jafna það misrétti sem ríkir í þessum málum í landinu.
    Ég treysti því að hæstv. iðnrh. sjái til þess að þessu misrétti verði komið í lag og að fljótlega á næsta þingi liggi fyrir frv. í því efni. Ég treysti því að stjórnarsáttmálanum verði framfylgt í þessu mikilvæga máli því að þetta er eitt mesta og stærsta byggðamálið.