Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins
Föstudaginn 04. maí 1990


     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Forsaga þessa máls er sú að hér á síðasta Alþingi var síðasta mál á dagskrá till. til þál. um sérstaka nefndarskipan til að semja frv. til laga um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.
    Hv. 1. þm. Vestf. hafði flutt frv. um þetta mál sem var m.a. grundvöllur þess nefndarstarfs. Nefndin hefur skilað áliti í málinu og leggur til að gera miklar breytingar á Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins. Aðalbreytingin er sú að nú er gert ráð fyrir því að hvert fyrirtæki myndi reikning í Verðjöfnunarsjóðnum ef greitt verður inn í hann og aðeins þau fyrirtæki sem greiða inn í sjóðinn geti fengið greiðslur úr honum.
    Þetta frv. er í samræmi við þann vilja sem kom fram í þessari þáltill. Að nefndinni stóðu hagsmunaaðilar og fulltrúar þingflokka og frv. var flutt samhljóða því nál. en síðan hefur hv. Nd. gert nokkrar breytingar á frv.
    Ég legg til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. sjútvn. og vænti þess að hægt sé að ljúka málinu en full samstaða var um það við afgreiðslu í hv. Nd.