Ingi Björn Albertsson:
    Hæstv. forseti. Frá því að við hv. þm. Hreggviður Jónsson stofnuðum þingflokk frjálslyndra hægrimanna höfum við starfað í anda hægri stefnu. Það er sannfæring okkar að það sé sú eina stefna sem komið getur þjóðinni út úr þeim ógöngum sem vinstri villa núverandi ríkisstjórnar hefur leitt yfir hana. Því teljum við afar brýnt að frjálslynd hægri öfl sameinist í einum flokki. Þess vegna var eftirfarandi samþykkt gerð á þingflokksfundi frjálslyndra hægrimanna í dag:
    ,,Þingflokkur frjálslyndra hægrimanna samþykkir að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Þetta tilkynnist Alþingi hér með.``
    Hæstv. forseti. Ég vil að það komi einnig skýrt fram að hv. varamaður Frjálslynda hægriflokksins, Kolbrún Jónsdóttir, styður okkur einhuga og alhuga í þessu máli og hefur stigið þetta skref með okkur.
*lu03*LVF