Atkvæðagreiðslur
Föstudaginn 04. maí 1990


     Geir H. Haarde :
    Herra forseti. Þær atkvæðagreiðslur sem nú hafa verið tilkynntar eru mikilvægar, m.a. um efnisatriði í frv. um Húsnæðisstofnun sem umdeild eru. Ég tel óeðlilegt að efna til þessarar atkvæðagreiðslu á meðan vitað er að nokkrir deildarmanna sitja á nefndarfundum og mælist til þess að það verði hinkrað með atkvæðagreiðsluna þannig að öllum deildarmönnum gefist færi á að taka þátt í henni af þeim ástæðum sem ég hef um getið.