Atkvæðagreiðslur
Föstudaginn 04. maí 1990


     Matthías Bjarnason:
    Herra forseti. Ég tek alveg undir þau tilmæli hæstv. forseta að greiða eins og hægt er fyrir þeim málum sem liggja fyrir og sérstaklega þeim málum sem lítill ágreiningur er um og tel það sjálfsagðan hlut að menn reyni að stytta mál sitt eins og frekast er hægt.
    En út af því sem hv. --- ja, nú má maður ekki nefna forseta þegar maður er í deildinni --- 13. þm. Reykv. sagði, þá finnst mér að það verði að hafa það þó eitthvað af þingmönnum fari út á þessa mikilvægu fundi. Það hefur nú verið gert að semja um að menn skreppi, ef einhver mikilvægur ágreiningur er, út á ganginn eða í hliðarsali. Hins vegar held ég að mun minni eftirsjá sé í því þó eitthvað af ráðherrum fari. Þeir hafa ekki setið svo mikið þingfundi hér undanfarið og raunar ekki í allan vetur svo að ég sé enga ástæðu til að sakna þeirra sérstaklega.