Flugmálaáætlun 1990--1993
Föstudaginn 04. maí 1990


     Alexander Stefánsson:
    Virðulegi forseti. Ég skal ekki tefja þessar umræður. Ég vil aðeins segja út af því sem hæstv. ráðherra kom hér inn á í sambandi við Flugmálastjórn, og mér finnst ástæða til að undirstrika það alveg sérstaklega, að það verður ekki hægt annað en að taka málefni Flugmálastjórnar til rækilegrar meðferðar sem allra fyrst því að ef ekki og ef Flugmálastjórn lendir í fjárhagsvanda, eins og hún virðist vera í nú, þá hlýtur það að bitna beint á framkvæmdum sem á að gera samkvæmt þessari áætlun og þess vegna vil ég undirstrika það að sem allra fyrst verði gengið í það að finna möguleika á því að rekstur Flugmálastjórnar geti verið með eðlilegum hætti en hann er það ekki nema gripið verði fljótt inn í þessi mál.