Karl Steinar Guðnason (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Ég vil aðeins staðfesta það sem hv. síðasti ræðumaður sagði, að hér áður fyrr tíðkaðist það að efna ekki til atkvæðagreiðslu öðruvísi en að meiri hluti þingmanna væri mættur. Það var nýr háttur tekinn upp fyrir tveimur, þremur árum síðan að fundur var settur t.d. án þess að meiri hluti þingmanna væri í þingdeild. Ákvæði þingskapa segja ekki til um það hvort svo eigi að vera eða ekki en það var nýr háttur alla vega. En áður fyrr var fundur ekki settur nema meiri hluti þingmanna væri staddur í viðkomandi deild eða á þingi. --- [Fundarhlé.]