Tekjur og stjórnkerfi smáríkja
Föstudaginn 04. maí 1990


     Frsm. utanrmn. (Jóhann Einvarðsson):
    Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 1105 frá utanrmn. sem er svohljóðandi:
    ,,Nefndin hefur fjallað um tillöguna og telur eðlilegt að ríkisstjórnin eigi frumkvæði að því að þær hugmyndir, sem fram koma í tillögunni, verði athugaðar nánar. Nefndin leggur því til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.``
    Undir þetta rita allir nefndarmenn í hv. utanrmn.
    Þetta mál er till. um að kanna hvernig önnur smáríki afla sér tekna og haga stjórnkerfi sínu og er 212. mál þingsins.