Skúli Alexandersson:
    Virðulegi forseti. Mér sýnist mál vera að skipast þannig að hér sé að eiga sér stað atkvæðagreiðsla á þann hátt sem sérstök er í þingsögunni á síðustu árum að meginhluti þingheims standi sameinaður um að greiða atkvæði sem varða hernámsliðið eða svokallað varnarlið. Ég held þess vegna að hér séu menn að greiða atkvæði sinn frá hvorri forsendu. Ég treysti mér því ekki til þess að taka afstöðu í þessu máli og greiði ekki atkvæði.