Fjáraukalög 1990
Laugardaginn 05. maí 1990


     Pálmi Jónsson:
    Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um þá tillögu meiri hl. og hæstv. ríkisstjórnar að skera niður fé til hafnarmannvirkja á þessu ári um 25 millj. kr. Þar er Akranes 2,3 millj., Siglufjörður 11,4 millj., Grenivík 8 millj. og Reyðarfjörður 3,3 millj. 1. minni hl. fjvn., við fulltrúar Sjálfstfl., höfum lagt til að þessi niðurskurðarliður verði felldur niður og við höfum, eins og fram kom bæði í nál. og í ræðu minni sl. nótt, lagt til niðurskurð annars staðar í ríkisfjármálum sem gerir meira en að vega upp á móti þeim liðum sem við viljum láta fella niður úr tillögu ríkisstjórnarinnar þannig að ríkissjóður hagnast á því ef tillögur okkar hefðu verið samþykktar. Ég segi nei.