Þinglausnir
Laugardaginn 05. maí 1990


     Ólafur G. Einarsson:
    Ég þakka virðulegum forseta hlýjar og góðar óskir í garð okkar þingmanna og fjölskyldna okkar. Í miklum önnum þingsins og við afgreiðslu ágreiningsmála reynir vissulega á forseta þingsins og svo sem gjarnan vill henda í hita leiksins eru þingmenn ekki alltaf sáttir við forseta sína. Það á einkum við um okkur stjórnarandstæðinga sem stundum gerumst nokkuð tilætlunarsamir. En þegar upp er staðið eftir snörp skoðanaskipti skiljum við í sátt.
    Í nafni okkar alþingismanna þakka ég hæstv. forseta líflega fundarstjórn sem vissulega oft hefur gustað nokkuð um. Ég óska hæstv. forseta og fjölskyldu hennar góðs og gjöfuls sumars og alls hins besta í bráð og lengd. Enn fremur færi ég skrifstofustjóra Alþingis og starfsliði öllu alúðarþakkir okkar alþingismanna fyrir dygga þjónustu. Það er von mín að við hittumst öll heil að hausti. Ég bið hv. alþingismenn að taka undir þessi orð mín og óskir með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]