Þingmennskuafsal Guðrúnar Agnarsdóttur
Miðvikudaginn 10. október 1990


     Aldursforseti (Stefán Valgeirsson) :
     Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 28. sept. 1990:
    ,,Hér með afsala ég mér þingmennsku í hendur 1. varaþingkonu Kvennalistans í Reykjavíkurkjördæmi, Guðrúnar J. Halldórsdóttur.
    Um leið vil ég þakka þingmönnum og starfsfólki Alþingis fyrir samstarfið og óska þeim farsældar í framtíðinni.
Virðingarfyllst,

Guðrún Agnarsdóttir,

6. þm. Reykv.


Til forseta sameinaðs Alþingis,
Guðrúnar Helgadóttur.``

    Samkvæmt bréfi þessu um afsal þingmennsku tekur Guðrún J. Halldórsdóttir, 1. varamaður Samtaka um kvennalista í Reykjavík, sæti á Alþingi sem 18. þm. Reykv., en Þórhildur Þorleifsdóttir verður hins vegar 12. þm. Reykv. og Kristín Einarsdóttir 6. þm. Reykv.

    Hv. þingmaður Guðrún J. Halldórsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili sem varamaður og þarf því ekki að rannsaka kjörbréf hennar. Ég vil bjóða hana velkomna til starfa á Alþingi. Jafnframt vil ég færa Guðrúnu Agnarsdóttur, sem nú hverfur af þingi, þakkir fyrir störf hennar á Alþingi.