Varamaður tekur þingsæti
Fimmtudaginn 11. október 1990


     Aldursforseti (Stefán Valgeirsson) :
     Borist hefur svofellt bréf, dags. 11. okt. 1990:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Alþb. í Reykjaneskjördæmi, Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
Geir Gunnarsson,

5. þm. Reykn.
``

    Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefur áður tekið sæti aðalmanns á þessu kjörtímabili og kjörbréf hans hefur verið rannsakað. Býð ég hann velkominn hér til starfa.