Kosning forseta og skrifara
Fimmtudaginn 11. október 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Mér sýnist jafnt á komið með Ólafi Ragnari Grímssyni og ,,frú Salome``, að hvorugur hafi setu á þinginu. Hins vegar var ekki lýst atkvæðafjölda þegar úrskurðað var um kjörið af forsetanum og væri fróðlegt að vita hvort það hafi verið 47 eða 48 atkvæði.