Kosning forseta og skrifara
Fimmtudaginn 11. október 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna athugasemdar hv. 2. þm. Vestf. vill forseti taka fram að þegar hefur verið lýst atkvæðafjölda við kjör hæstv. 1. varaforseta. Hann var sem hér segir: Frú Salome Þorkelsdóttir fékk 48 atkvæði, Þorsteinn Pálsson fékk 2, Ólafur Ragnar Grímsson 1, Eggert Haukdal 2 og auðir seðlar voru 5.
    Forseti hefur rætt við lagalegan ráðgjafa sinn og lýsir því yfir að rétt muni vera sú athugasemd sem hv. 2. þm. Norðurl. e. hefur gert hér að hv. þm. og hæstv. fjmrh. muni ekki kjörgengur til þessa háa embættis. Vænti ég þess að nóg sé að gleyma þessu atkvæði. Ég vænti þess að hv. þm. fari ekki að fara fram á það að kosningin verði endurtekin. (Gripið fram í.) Þá er atkvæðið úrskurðað ógilt og vænti ég að allir hv. þm. séu sáttir við þá niðurstöðu.