Bygging og rekstur álvers
Mánudaginn 15. október 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Þegar forseti leyfði þessa umræðu sem hófst kl. tvö í dag fór forseti þess á leit við fyrirspyrjanda og málshefjanda hv. að menn yrðu tillitssamir þar sem margir yrðu sennilega á mælendaskrá og menn reyndu að takmarka nokkuð ræðutíma sinn svo allir hv. þm. sem þess óskuðu ættu þess kost að taka til máls á þessum degi. Við þetta hafa menn staðið af mesta drengskap og ég vil mælast til að menn haldi því nú áfram. Enn eru tíu hv. þm. á mælendaskrá og búast má við að einhver bætist við. Ég vil því í allri vinsemd, án þess að forseta detti í hug að takmarka að nokkru málfrelsi manna, óska samvinnu um að menn sýni þá tillitssemi að reyna að stytta mál sitt sem mögulegt er.