Bygging og rekstur álvers
Mánudaginn 15. október 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Það kom fram í ræðu forseta að ég hafði ekki missagt í minni fyrri ræðu. Ég vil aðeins ítreka að hæstv. forseti varð ekki við þeirri beiðni minni að kalla þá ráðherra hér í þingsalinn sem höfðu tekið til máls og nálgast málið efnislega með öðrum hætti en hæstv. iðnrh. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að umræður verði um skýrsluna sérstaklega. Og ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir að svo verði. ( Forseti: Forseti mun að sjálfsögðu verða við þeirri beiðni þegar hún verður lögð fram.)