Jöfnun orkukostnaðar
Fimmtudaginn 18. október 1990


     Fyrirspyrjandi (Hjörleifur Guttormsson) :
    Virðulegi forseti. Vegna orða hæstv. ráðherra hér áðan vil ég benda á það að vissulega var það góður gjörningur að létt var á skuldum Rafmagsnveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða, en það kom á móti þeirri breytingu sem varð 1986 þegar verðjöfnunargjald á raforku var fellt niður. Það var loforð sem gefið var þá og það var efnt af núv. ríkisstjórn og það var sjálfsagt mál en auðvitað ber að þakka það einnig þegar staðið er við loforð.
    Ég vil einnig nefna það að það er ekki verið að búa hér til neinn ímyndaðan heim varðandi mismun í orkukostnaði í landinu. Mismunurinn er þarna, það er dregið úr honum öðru fremur vegna þess að orkukostnaður á Reykjavíkursvæðinu hefur hækkað hlutfallslega meira en um landið, að vísu er einnig svolítil raunlækkun á raforkukostnaði.