Framkvæmd flugmálaáætlunar
Fimmtudaginn 18. október 1990


     Kristinn Pétursson :
    Hæstv. forseti. Ég vil leyfa mér að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það svar sem kom hér fram hjá hæstv. samgrh. Ég tel að samskipti ráðherrans við þingmenn hafi yfirleitt verið þokkaleg en í þessu máli er það alveg ófært að ráðherrann komi hér og segi að skornar séu niður framkvæmdir á Austurlandi vegna þess að það vantaði peninga í einhverjar aðrar framkvæmdir sem fóru fram úr áætlun. Að sjálfsögðu verður samgrn. og yfirstjórn flugmála að leita samráðs þingmanna fyrir slíkum tilfærslum á fjármunum. Það er alveg skýrt kveðið á um það að Alþingi er búið að ráðstafa þessum fjármunum til tiltekinna verkefna og þó svo að önnur verkefni fari fram úr kostnaðaráætlun þá er það verkefni samgrh., fjvn. og viðkomandi þingmanna að leysa það mál en ekki með því að millifæra fjármuni úr öðrum kjördæmum á merktum peningum. Það er alveg fyrir neðan allar hellur að vera með slíkar skýringar. Ég mótmæli þessu.