Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Á dagskrá fundarins er eitt mál, stefnuræða forsrh. og umræður um hana sem útvarpað verður og sjónvarpað verður einnig héðan úr þinghúsinu.
    Umræðurnar skiptast í tvær umferðir. Í fyrri umferð hefur forsrh. allt að hálfri klukkustund til umráða og fulltrúar annarra þingflokka 20 mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver flokkur 10 mínútur til umráða. Stefán Valgeirsson, 6. þm. Norðurl. e., talar síðastur í fyrri umferð og hefur 15 mínútur til umráða. Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Framsfl., Sjálfstfl., Alþfl., Kvennalisti, Alþb., Borgfl.
    Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir Framsfl. tala, auk forsrh. Steingríms Hermannssonar, Valgerður Sverrisdóttir, 5. þm. Norðurl. e., og Jón Kristjánsson, 3. þm. Austurl., í síðari umferð. Af hálfu Sjálfstfl. talar Þorsteinn Pálsson, 1. þm. Suðurl., og Ólafur G. Einarsson, 2. þm. Reykn., í fyrri umferð, en Halldór Blöndal, 2. þm. Norðurl. e., í seinni umferð. Fyrir Alþfl. tala Jón Baldvin Hannibalsson utanrrh. og Eiður Guðnason, 3. þm. Vesturl., í fyrri umferð, en Árni Gunnarsson, 3. þm. Norðurl. e., í þeirri síðari. Ræðumenn Kvennalistans verða í fyrri umferð Þórhildur Þorleifsdóttir, 12. þm. Reykv., og Guðrún J. Halldórsdóttir, 18. þm. Reykv., en Danfríður Skarphéðinsdóttir, 6. þm. Vesturl., talar í seinni umferð. Af hálfu Alþb. tala Ólafur Ragnar Grímsson fjmrh., Ragnar Arnalds, 4. þm. Norðurl. v., og Hjörleifur Guttormsson, 2. þm. Austurl., í fyrri umferð, en Margrét Frímannsdóttir, 4. þm. Suðurl., í þeirri síðari. Ræðumenn Borgfl. verða Júlíus Sólnes umhvrh., Guttormur Einarsson, 11. þm. Reykv., og Óli Þ. Guðbjartsson dómsmrh. í fyrri umferð, en Hulda Jensdóttir, 16. þm. Reykv., og Guðmundur Ágústsson, 5. þm. Reykv., í þeirri síðari.
    Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls hæstv. forsrh. og talar af hálfu Framsfl.