Launamál
Þriðjudaginn 23. október 1990


     Þórhildur Þorleifsdóttir (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Það hefur vissulega vakið undrun fleiri heldur en hv. þm. Ólafs G. Einarssonar að fjmrh. skuli ekki vera hér viðstaddur og höfðum við kvennalistakonur reyndar hugsað okkur að fara fram á það. En fyrst þetta hefur þegar verið borið fram viljum við einungis taka undir þá ósk að hæstv. fjmrh. mæti hér. Ekki veit ég hvort hægt er að fara fram á að hann skilji breska blaðið Economist eftir en það var það eina sem hann gerði hér við umræðu utan dagskrár um bráðabirgðalögin sl. þriðjudag að lesa það blað. --- Ég sé að hæstv. fjmrh. er genginn í salinn og hann er með fjölda af breskum blöðum í þetta sinn.