Launamál
Þriðjudaginn 23. október 1990


     Forseti (Hjörleifur Guttormsson) :
    Forseti vill minna sjálfan sig og hv. þingdeildarmenn á 35. gr. þingskapanna sem varðar það hvernig menn ávarpa þingmenn og ráðherra. En annað gildir um útvarpsumræður og þar sem þær eru nú skammt að baki þá hefur forseti skilning á því að menn hneigist til að nefna menn með nafni eins og þingsköp heimila í útvarpsumræðum.