Varamenn taka þingsæti
Fimmtudaginn 25. október 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
     Borist hefur eftirfarandi bréf:
    ,,Margrét Frímannsdóttir, 4. þm. Suðurl., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna anna 1. varamanns taki 2. varamaður Alþb. í Suðurlandskjördæmi, Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti.
Jón Helgason,

forseti Ed.``

    Þá hefur borist orðsending frá Ragnari Óskarssyni:
    ,,Ég undirritaður varamaður Alþb. í Suðurlandskjördæmi get því miður ekki tekið sæti Margrétar Frímannsdóttur, 4. þm. Suðurl., í fjarveru hennar nú. Ástæður þessa eru annir í starfi mínu.``
    Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa.