Rannsókn kjörbréfa
Mánudaginn 29. október 1990


     Frsm. kjörbréfanefndar (Matthías Bjarnason) :
    Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til meðferðar tvö kjörbréf. Í fyrsta lagi kjörbréf Unnar Hauksdóttur sem er 2. varamaður Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi, en 1. varamaður Alþfl., Björn Gíslason á Patreksfirði, getur ekki tekið sæti Karvels Pálmasonar næstu tvær vikur.
    Kjörbréfanefnd sér ekkert við kjörbréfið að athuga og leggur til að það verði samþykkt.
    Þá tók kjörbréfanefnd fyrir kjörbréf Snjólaugar Guðmundsdóttur, útgefið af landskjörstjórn 29. okt. 1990. 1. varamaður Kvennalistans í Vesturlandskjördæmi, Þóra Kristín Magnúsdóttir, getur ekki vegna anna tekið sæti á Alþingi. Það er einnig tilkynnt frá Birnu K. Lárusdóttur að hún sér sér ekki fært að taka sæti Danfríðar Skarphéðinsdóttur vegna anna. Þriðja kjörbréfið er frá 1. varamanni, Ingibjörgu Daníelsdóttur, sem ekki getur tekið sætið vegna barneignar. Snjólaug Guðmundsdóttir er því 4. varamaður Kvennalistans í Vesturlandskjördæmi og hefur kjörbréfanefnd ekkert við kjörbréf hennar að athuga og mælir með því að það verði samþykkt.