Almenn hegningarlög
Miðvikudaginn 31. október 1990


     Dómsmálaráðherra (Óli Þ. Guðbjartsson) :
    Herra forseti. Ég þakka hv. 18. þm. Reykv. fyrir þessar athugasemdir. Ég get út af fyrir sig fallist á að þær eigi fyllilega rétt á sér og þær munu fara náttúrlega til hv. allshn. Það verða vísast allmörg atriði sem þar koma til álita. Hins vegar vil ég leggja áherslu á það að þetta mál er nú hér flutt í þriðja sinn og ég vil mælast til þess við hv. allshn. að hún leggi áherslu á það að afgreiða málið úr þessari deild á þessu þingi.