Bætur vegna afturvirkni skattalaga
Fimmtudaginn 01. nóvember 1990


     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir að staðfesta skilning minn á hans orðum. Hann var að tala fyrir þeirri kenningu hér að þær barnabætur sem væru í gildi þegar ákveðið er að geta barnið gildi fram til 16 ára aldurs barnsins. Það megi hins vegar auka bæturnar á þeim tíma en það megi ekki minnka þær. Þannig að samkvæmt hans skilningi, af því að nú eru í gildi sérstakar barnabætur fyrir hátekjufólk með 400 -- 500 þús. kr. mánaðarlaun, að ef slíkt hátekjufólk ákveður að eignast barn á gildistíma þessara barnabóta skuli slíkar sérstakar barnabætur handa hátekjufólki vera í gildi næstu 16 ár.