Meðferð mála á Alþingi
Fimmtudaginn 01. nóvember 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti vill að gefnu tilefni áminna þingmenn um að ávarpa ekki hver annan hér í þingsal heldur er samkvæmt þingskapalögum gert ráð fyrir að þingmaður ræði við forseta þingsins. Þá tel ég að nokkur orð hafi fallið í ræðu hv. síðasta ræðumanns sem fara nálægt því að vera brigslyrði um hv. þm. Forseti sá ekki ástæðu til að nefna vítur í því sambandi en þar munaði mjóu.