Varamenn taka þingsæti
Mánudaginn 05. nóvember 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseta hefur borist eftirfarandi bréf:
    ,,Stefán Valgeirsson, 6. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda á vegum Byggðastofnunar og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna veikinda 1. og 2. varamanns taki 3. varamaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju, Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegur forseti.
Árni Gunnarsson
,
forseti Nd.``


    Þá hefur borist símskeyti:
    ,,Vegna veikinda tek ég ekki sæti Stefáns Valgeirssonar.
Pétur Þórarinsson
,
Arnarsíðu 10c,

Akureyri.``


    Annað símskeyti hefur borist:
,,Vegna mikilla anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Stefáns Valgeirssonar á Alþingi.
Virðingarfyllst,

Auður Eiríksdóttir,

Heiðargarði,

Eyjafirði.``


    Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og ég býð hann velkominn til starfa.