Kristín Einarsdóttir :
    Virðulegur forseti. Aðeins örfá orð. Ég vil, eins og ég gerði í fyrra þegar tillaga svipaðs eðlis var flutt, lýsa stuðningi mínum við þessa tillögu. Því hefur margoft verið lýst yfir að Ísland hafi aldrei viðurkennt innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin og þess vegna þurfi ekki þessa viðurkenningu Íslands á fullveldi Eystrasaltsríkjanna nú. Þess vegna sé ég ekkert því til fyrirstöðu að okkar afstaða verði gerð skýr með því að gera þetta á formlegan hátt.
    Þetta vildi ég aðeins láta koma fram við þessa umræðu, virðulegur forseti, en vil taka undir það sem fram kemur í greinargerð með þessari tillögu.