Veiting ríkisborgararéttar
Þriðjudaginn 06. nóvember 1990


     Dómsmálaráðherra (Óli Þ. Guðbjartsson) :
    Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem flutt er á þskj. 84.
    Í 1. gr. frv. eru talin upp nöfn 30 manna sem sótt hafa um íslenskan ríkisborgararétt. Að mati dómsmrn. uppfylla þeir þau skilyrði sem Alþingi hefur sett fyrir veitingu ríkisborgararéttar á undanförnum árum.
    Í 2. gr. eru sömu ákvæði um nafnabreytingar og gilt hafa síðustu árin. Þá liggja fyrir í ráðuneytinu nokkrar umsóknir um ríkisborgararétt sem ekki uppfylla öll skilyrði sem sett hafa verið fyrir veitingu ríkisborgararéttar og verða þær sendar viðkomandi nefnd.
    Ég legg til, hæstv. forseti, að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til 2. umr. og hv. allshn.