Búminjasafn
Þriðjudaginn 06. nóvember 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Vegna orða hv. 5. þm. Vesturl. vill forseti geta þess að á þessu máli eru engir þeir formgallar og á tilurð þess innan deildarinnar engir þeir formgallar að það réttlæti frestun á umræðunni. Það eina sem hefði samkvæmt þingsköpum réttlætt frestun hefði verið ef hv. 1. flm. frv., eða einhverjir af flm., þeir eru nú aðeins tveir í þessu máli, hefðu óskað eftir frestun á umræðum um málið. Forseti hefur ekki það vald að meina hv. þingdeildarmönnum sem vilja tala fyrir sínum málum og komin eru á dagskrá hv. deildar, að mæla fyrir þeim málum.