Varaflugvöllur vegna alþjóðaflugs
Fimmtudaginn 08. nóvember 1990


     Eiður Guðnason :
    Virðulegi forseti. Aðeins örstutt athugasemd. Ég heyrði nú ekki ræðu hæstv. samgrh. en eins og hv. 1. þm. Suðurl. túlkaði hans ræðu og hans orð, þá er það auðvitað alrangt --- alrangt, það er tilhæfulaus útúrsnúningur úr lausu lofti gripinn að við myndun þessarar ríkisstjórnar hafi verið tekin einhver pólitísk ákvörðun um það að hverfa frá hugmyndum um varaflugvöll af því tagi sem um var rætt á ákveðnu skeiði. Nú hefur það mál tekið aðra stefnu og við því er ekkert að segja.
    Ég vildi bara koma hér upp og mótmæla þessum orðum hv. 1. þm. Suðurl. og það er ekki í fyrsta skipti sem ástæða er til að gera það þegar hann viðhefur málflutning af þessu tagi.