Varaflugvöllur vegna alþjóðaflugs
Fimmtudaginn 08. nóvember 1990


     Skúli Alexandersson :
    Herra forseti. Mér fannst hæstv. ráðherra vera svolítið gleyminn þegar hann fór að draga það í land að í sambandi við myndun núv. ríkisstjórnar var bókstaflega gengið út frá því að það yrði ekki byggður varaflugvöllur á vegum hernámsliðsins. ( Gripið fram í: Þetta er rangt.) Ef yrði farið í að byggja varaflugvöll þá yrði byggt á íslenskum forsendum. Þetta var eitt af því sem var lagt fyrir okkur þegar var verið að ræða
myndun þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum 1988.