Varaflugvöllur vegna alþjóðaflugs
Fimmtudaginn 08. nóvember 1990


     Þorsteinn Pálsson :
    Frú forseti. Aðeins vegna þeirra ummæla að það hafi verið dregið í utanríkisráðherratíð hv. núv. 1. þm. Reykn. að samþykkja gerð varaflugvallarins vil ég upplýsa að það var fyrst á fundi sem ég átti með aðmírálnum, sem staðsettur er í Norfolk, sumarið 1988 að bandarísk yfirvöld samþykktu þau skilyrði sem Íslendingar hlutu að setja fyrir gerð slíks varaflugvallar. Og fyrst eftir að Bandaríkjamenn höfðu samþykkt þau skilyrði var að minni hyggju hægt að ganga til þess verks að gera þá samninga um þessa framkvæmd sem nauðsyn krafði. Þessu taldi ég nauðsynlegt að koma hér á framfæri, frú forseti.