GATT-viðræður
Fimmtudaginn 08. nóvember 1990


     Fyrirspyrjandi (Pálmi Jónsson) :
    Virðulegi forseti. Það kom auðvitað fram að hæstv. landbrh. leit á það sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut að utanrrh. Jón Baldvin Hannibalsson væri talsmaður Íslands í þessum málaflokki á þessum vettvangi.
    Ég hlýt að taka það fram að ég nefndi að tilboð Íslands væri um niðurskurð sem væri allt að 65% sem þýðir það að í sumum greinum getur hann verið minni og í því var enginn misskilningur fólginn af minni hálfu.