Ábyrgð gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum
Þriðjudaginn 20. nóvember 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 162 um frv. til laga um ábyrgð vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna.
    Nefndin fjallaði um frv. og mælir með samþykkt þess með þeirri breytingu að heiti frv. verði: ,,Frumvarp til laga um ábyrgð gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum``. Teljum við nefndarmenn að það sé miklu skýrara og lýsi betur um hvað frv. fjallar. En frv., sem er mjög stutt, einungis þrjár greinar, fjallar um ábyrgð Íslands gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum vegna fjárfestingarlána og fjárfestingarábyrgða til verkefna utan Norðurlanda.
    Í 2. gr.segir: ,,Ríkisstjórninni er heimilt að ganga frá samningi við Norræna fjárfestingarbankann um ábyrgð skv. 1. gr.`` Síðan er 3. gr. um gildistöku laganna.
    Eins og áður sagði leggur fjh. - og viðskn. til að frv. þetta verði samþykkt. Það skal tekið fram að Guðrún J. Halldórsdóttir og Halldór Blöndal voru fjarverandi afgreiðslu þessa máls.