Sérprentun á húsnæðislögunum
Mánudaginn 26. nóvember 1990


     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég held að það sé alveg óþarfi hjá hv. þm. að vera að beina slíku til forseta Sþ. Þetta eru hlutir sem við vitum alveg af í félmrn. og er í undirbúningi að breyta og koma með hér fyrir þingið. Hugmynd okkar í ráðuneytinu var að óska eftir því við þá nefnd sem fjallaði um þetta frv. að hún flytti þessa breytingu sem er tilvísun í grein eins og hv. þm. nefndi og það verður gert. Það var í undirbúningi þegar okkur barst þessi sérprentun, sem var unnin hér í þinginu, að steypa saman þessum lögum þar sem þetta kom fram, að búið var að leiðrétta þetta án þess að þingið hefði verið með rétta tilvitnun á síðasta þingi. Við vissum alveg um þetta og í undirbúningi er að breyta þessu og óska eftir því við félmn. að hún flytti þessa breytingu á tilvitnun þannig að ég held að það sé óþarfi, hv. þm., að vera að beina þessu til forseta Sþ. Við munum flytja þetta mál hér inn í þingið.