Ársreikningar og endurskoðun lífeyrissjóða
Þriðjudaginn 27. nóvember 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegur forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 181 um frv. til laga um breytingar á lögum um ársreikninga og endurskoðun lífeyrissjóða. Þetta nál. er frá fjh. - og viðskn. En svo segir í nál.:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og studdist við afgreiðslu þess við umsagnir frá síðasta þingi. Nefndin afgreiddi frv. sl. vor, en það hlaut ekki fullnaðarafgreiðslu í neðri deild. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.
    Eiður Guðnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.``
        Undir nefndarálitið skrifa Guðmundur Ágústsson, Jóhann Einvarðsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Skúli Alexandersson, Guðrún J. Halldórsdóttir og Halldór Blöndal.
    Það skal tekið fram að þetta frv. flutti Guðmundur H. Garðarsson hér á síðasta þingi og einnig núna og í því felast breytingar varðandi ársreikninga og endurskoðun lífeyrissjóða.
    Þeir aðilar sem komu fyrir nefndina í fyrra mæltu eindregið með samþykkt frv. enda felst í því miklu betri regla á þeim málum sem það fjallar um. Haukur Hafsteinsson, formaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, tjáði nefndinni þá að þetta væri einn liður í þeirri heildarendurskoðun sem væri á lífeyrissjóðum og þetta mál mundi auðvelda þá endurskoðun.